Sjálfbærni í öllu sem við gerum
Við vinnum ötullega að því að tryggja að starfsemi okkar sé í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur og leiðbeiningar um mannréttindi, réttindi starfsmanna, umhverfi, loftslag, náttúru og gegn spillingu. Við leggjum áherslu á öryggi á vinnustað og fyrirbyggjum heilsufarsáhættu með því að leita uppi og fjarlægja mögulegar orsakir með áhættugreiningu, þannig stuðlum við að stöðugum umbótum.
Þumalputtareglan okkar um siðferðislega hegðun er sú að öll hegðun okkar skal standast opinbera skoðun. Sjálfbærni er hluti af öllu sem við gerum, bæði í verkefnum okkar og í okkar eigin rekstri.