windmills. solar cells and renewable energy

Orkugeymsla

Orkugeymsla er að verða sífellt mikilvægari, hvort sem það snýst um að auka eigin neyslu endurnýjanlegrar orku, jafna út afltoppa eða geyma umframorku frá einu tímabili til annars. Orkugeymsla er mikilvægur hluti af sjálfbærri framtíð.

Til eru nokkrar aðferðir sem hafa verið þróaðar fyrir orkugeymslu til að mæta ýmsum þörfum, allt eftir tilgangi geymslunnar og magni þerriar orku sem á að geyma.

Varmageymslur geta  nýst til geymslu árstíðarbundins umframvarma, til dæmis með jarðhitaholum eða í láréttum varmalykkjum. Fyrir árstíðabundina geymslu raforku er hægt að nota efnaorkubera þar sem umfram rafmagn framleiðir vetni með rafgreiningu. Annaðhvort er hægt að nota vetnið beint, eða umbreyta því aftur í raforku með efnarafali.

Rafhlöður eru notaðar í byggingum, hleðslustöðvum og beint í raforkukerfinu til að jafna út afltoppa, auka afhendingaröryggi og stuðla að auknum sveigjanleika neytenda. Orkugeymsla ásamt orkuframleiðslu tryggir aukið afhendingaröryggi og sveigjanleika.

Í teymi Norconsult eru nokkrir af fremstu verkfræðingum Norðurlandanna í málefnum orkugeymslu og við getum hjálpað þér að finna þær lausnir sem henta þér. Við höfum sérfræðiþekkingu til að skila nýstárlegum, snjöllum og sérsniðnum lausnum sem munu bæða veita þér efnahagslegan sparnað og stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum.