Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sjálfbærni

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sem eitt af leiðandi ráðgjafafyrirtækjum Norðurlanda er Norconsult drifkraftur fyrir grænu umskiptin. Markmið okkar er að stuðla að sjálfbærri þróun með því að veita viðskiptavinum okkar ráðgjöf um hvernig draga megi úr loftslagsfótspori og orkunotkun og stuðla að jákvæðum umbótum og hægja á neikvæðri þróun sem tengist minnkun líffræðilegs fjölbreytileika og hlýnun jarðar. Ásamt viðskiptavinum okkar þróum við og innleiðum nýstárlegar sjálfbærar lausnir sem veita viðskiptavinum okkar og samfélaginu auknu virði og standast tímans tönn. Við skilum gæðum í öllu sem við gerum, á sjálfbæran hátt. Sjálfbærni krefst þverfaglegrar nálgunar og styrkur okkar felst í stöðugri áherslu á þróun og umhverfi til þekkingarmiðlunar sem og frekari þróunar sérfræðiþekkingar þvert á fræðigreinar.

Sjálfbærni í öllu sem við gerum

Við vinnum ötullega að því að tryggja að starfsemi okkar sé í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur og leiðbeiningar um mannréttindi, réttindi starfsmanna, umhverfi, loftslag, náttúru og gegn spillingu. Við leggjum áherslu á öryggi á vinnustað og fyrirbyggjum heilsufarsáhættu með því að leita uppi og fjarlægja mögulegar orsakir með áhættugreiningu, þannig stuðlum við að stöðugum umbótum. 

Þumalputtareglan okkar um siðferðislega hegðun er sú að öll hegðun okkar skal standast opinbera skoðun. Sjálfbærni er hluti af öllu sem við gerum, bæði í verkefnum okkar og í okkar eigin rekstri.

 

Frá 2022 til 2024 munum við einbeita okkur að:

  • Aukning grænna verkefna í veltu: Við hugum að sjálfbærni á öllum sviðum og stefnum að því að veita viðskiptavinum okkar traustan grundvöll fyrir ákvarðanatöku sem hvetur til sjálfbæra lausna, svo sem að draga úr efnisnotkun og kolefnislosun, lágmarka landnotkun og umhverfisáhrif, stuðla að skilvirkri auðlindastjórnun og nýtingu sólarsella eða varmadæla. Ásamt viðskiptavinum okkar greinum við tækifærin á fyrstu stigum verkefna.

 

  • Kolefnishlutleysi fyrir árið 2030: Við stefnum að því að vera kolefnishlutlaus fyrir árið 2030. Þetta gerum við með innleiðingu á áþreifanlegum aðgerðum í okkar eigin starfsemi um leið og við byggjum upp þekkingu og reynslu sem nýtist í verkefnum okkar.

 

  • Ánægja starfsfólks: Verðmætasta auðlindin okkar er starfsfólkið okkar. Það er skuldbinding þeirra og sérfræðiþekking sem gefur okkur tækifæri til að taka ígrundaðar ákvarðanir sem stuðla að þróun góðs og sjálfbærs samfélags fyrir alla. Við fylgjumst vel með líðan starfsfólks okkar og gerum árlegar mælingar þar sem markmiðið er að vera að minsta kosti yfir 80 prósent mörkum.

Drifkraftur sjálfbærrar þróunar með stafrænni væðingu og samvinnu

Til að finna bestu sjálfbæru lausnirnar verðum við að vera drifkraftur samstarfs innan okkar iðnaðar. Við ræðum opinskátt um hvernig við getum fundið góðar lausnir sem geta tekist á við áskoranir morgundagsins. Hæfni í stafrænni þróun og framkvæmd stafrænna verkefna er lykillinn að velgengni okkar.

Sigurvegari Norconsultverðlaunanna í flokknum sjálfbærni: Trønder Og Meråkerrbanen

Samfélagsþátttaka er í menningu okkar

Samfélagsþátttaka er óaðskiljanlegur hluti af menningu okkar. Við leggjum áheyrslu á samfélags- og umhverfissjónarmið til að skapa aukið verðmæti fyrir viðskiptavini okkar og leggjum þannig okkar af mörkum til samfélagsins.

Við erum meðvituð um ábyrgð okkar og höfum gert fjölmarga samstarfssamninga til að styðja við nærsamfélagið okkar.

Til dæmis í Noregi höfum við átt í samstarfi við Team Norconsult, MOT Norge, Kreftkompasset, Verkfræðinga án Landamæra og Norges Realfaggymnas. Norconsult í Danmörku hefur stutt Danmarksindsamlingen sem miðar að því að hjálpa fólki í nokkrum af fátækustu löndum heims að ná sjálfbærnimarkmiðum sameinuðu þjóðana. Nordic Office of Architecture hefur verið í samstarfi við Arkitektúr Án Landamæra. Technogarden í Svíþjóð setti á markað appið «Do GoodGet Good» til að hvetja starfsmenn til þátttöku í félags- og samfélagsstarfi. Norconsult Digital hefur haldið fyrirlestra hjá menntastofnunum og gert samninga við 12 háskóla, framhaldsskóla og verkmenntaskóla um notkun ISY lausna. Á Íslandi höfum við til dæmis stutt háskólanema við gerð meistaraverkefna sem leiðbeinendur og prófdómarar ásamt því að sinna kennslu á háskólastigi.

  • Thorgeir Holm Olafsson

    Managing Director

  • Janicke Poulsen Garmann

    Konserndirektør Bærekraft og Stab

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband