Velkomin á nýja heimasíðu Norconsult á Íslandi

Það er okkur sönn ánægja að auglýsa opnun nýrrar vefsíðu Norconsult á Íslandi. Sem hluti af stærstu þverfaglegu verkfræðiráðgjafarstofu noregs, bjóðum við upp á framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á fjölbreyttum sviðum.

Eftir sameiningu við Norconsult árið 2017, höldum við áfram að veita ráðgjöf og hönnun sem endist. Við leggjum áherslu á að þróa og hanna sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Kjarnasvið okkar, hönnun háspennulína, raffræðileg greining flutningskerfa og greining-, og hönnun sjálfstýrisbúnaðar, samanstendur af reynslumiklum starfsmönnum og ungu hæfileikaríku starfsfólki sem hlakkar til að takast á við hin ýmsu verkefni sem leysa þarf. Áralögn sérfræðiþekking starfsmanna okkar ásamt nýjungum sem fylgir ungu fólki, gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar hnitmiðaðar lausnir og ráðgjöf. Við leggjum áherslu á að vinna verkefnin í náinni samvinnu við viðskiptavini okkar með það fyrir augum að hámarka gæði og árangur.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna undir flipanum í valmyndinni.