two men walking up a flight of stairs

Verkefnastjórn, framkvæmdaráðgjöf og framkvæmdaeftirlit

Norconsult býður uppá verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf og eftirlit fyrir flókin verkefni, bæði til fasteignafélaga, sem og opinbera og einkaaðila.

Þjónustan okkar felst í ráðgjöf til byggingaraðila í gegnum allan líftíma verkefnisins, þetta getur falið í sér verkefnastjórnun, verkefnisstýringu, ferlastýringu, auk hönnunarstjórnun verkefnisins.

Við höfum sérþekkingu á fjölbreyttum aðferðum, tækni og kerfum, og fylgjumst stöðugt með nýjum aðferðum sem verkefnahafar í byggingariðnaðinum beita. 

Starfsmenn okkar vinna kerfisbundið að því að halda sér upplýstum um nýjungar í verkefnastjórnun.

Ráðgjafar okkar eru mjög hæfir í að stjórna og samræma sína vinnu með öðrum fagsviðum og hagsmunaaðilum verkefnis, sem skilar góðri þverfaglegri nálgun og tryggir stöðuga hágæða útkomu á öllum stigum verkefnis.

Norconsult er leiðandi í stafrænni innleiðingu verkefna. Við höfum þróað sterkt kerfi og skilvirkar vinnuaðferðir í BIM (Building Information Modeling) og erum leiðandi í þeim fræðum á norðurlöndunum.

Norconsult býr yfir mikilli reynslu við framkvæmdaeftirlit, hvort sem það eru smá eða stór verkefni. Reynslan nær yfir bæði opinber verkefni sem og verkefni hjá einkaaðilum.

  • Þórmundur Sigurjónsson

    Deildarstjóri eftirlits

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband