construction site in the city, tram passing by

Jarðvísindi og umhverfisverkfræði

Norconsult er leiðandi í jarðvísindum og umhverfisverkfræði. Starfsmenn okkar hafa reynslu úr öllum verkfræðigreinum og víðtæka sérfræðiþekkingu í innleiðingu árangursríkra og sjálfbærra lausna.

Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu

Markmið okkar er að skapa virðisauka í daglegu lífi viðskiptavina okkar. Við náum yfir alla áfanga ráðgjafar og verkfræði, allt frá hagkvæmni- og áhrifagreiningu til hönnunar og byggingareftirlits. 

Umhverfisverkfræði

Verkfræðingar okkar eru í fararbroddi innan umhverfisverkfræði og sjálfbærni á norðurlöndunum og við setjum þarfir viðskiptavinarins alltaf í fyrsta sæti. Þverfagleg teymi okkar vinna allt frá hefðbundnum umhverfisverkfræðiverkefnum til verkefna á nýjum sviðum eins og tækniviðmiða ESB flokkunarreglugerðinnar. Metnaður okkar er að hjálpa viðskiptavinum að forgangsraða réttu ákvörðunum fyrir verkefnin sín á grundvelli sameiginlegs skilnings á aðgerðum sem skapa verðmæti.

Jarðtækni og grundun

Teymi Norconsult af fagfólki í jarðtækni veitir jarðtækniráðgjöf í öllum atvinnugreinum. Staðbundin nærvera okkar á svæðisskrifstofum á norðurlöndunum veitir okkur nauðsynlega innsýn til að skilja staðbundnar aðstæður og þarfir viðskiptavina okkar.

Jarðtæknihönnuðar okkar hafa víðtæka reynslu sem nær yfir alla þætti jarðtæknihönnunar. Þjónusta okkar felur í sér skipulagningu og eftirlit með jarðfræðirannsóknum, hönnun á undirstöðum, djúpum grunnum, stoðveggjum, fyllingum og jarðbótum, auk stöðugleika- og sigútreikninga. Sérfræðiþekking okkar í tölulegri greiningu (FEM), forritun og líkanagerð (BIM, PIM) veitir okkur einnig nauðsynleg tól til að framkvæma tæknilega flókin verkefni.

Jarðfræði

Norconsult býður upp á heildarþjónustu í jarðfræði, mati á berggæðum og áhættumati á skriðuföllum, allt frá forathugunum og hönnun til eftirfylgni á líftíma mannvirkja. Hönnun neðanjarðarmannvirkja er eitt helsta starfssvið okkar og er staða okkar innan hönnunar og ráðgjafar alþjóðlega viðurkennd á þessu sviði. Við vinnum í stórum þverfaglegu verkefnunum sem og smærri verkefnum ofanjarðar og neðan.

 

  • Þorgeir Hólm Ólafsson

    Framkvæmdastjóri

  • Sigurbjörn Bárðarson

    Deildarstjóri raforkumannvirkja

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband