School with solar panel on the roof

Orka og umhverfið

Orka og umhverfi fjallar um meira en bara reikna orkunotkun og losun bygginga; það felur einnig í sér að nýta snjalltækni og framkvæma líftímagreiningu til að ná fram sjálfbærum lausnum.

Nálgun okkar felst í notkun á snjalltækni til að læra af núverandi byggingum, sem gerir okkur kleift að þróa framsæknar lausnir sem mæta betur einstökum þörfum hverrar byggingar.

Við leggjum áherslu á orkumarkmið sem skila mestu gildi fyrir verkefni viðskiptavina okkar, stutt af ítarlegum líftíma- og orkugreiningum. Sjálfbærni á að vera eitt þeirra kjarnasjónarmiða sem tekið er mið að við skipulagningu og hönnun byggingar.

Við framkvæmum hefðbundna losunarreikninga, greiningu á byggingarefnum og umhverfisvöktun til að meta umhverfisáhrif verkefna okkar.

Við teljum að sjálfbærnivottanir eigi ekki aðeins að veita umhverfisávinning, heldur einnig að skila efnahagslegu gildi fyrir viðskiptavini okkar. Með því að laga byggingar að framtíðar kröfum og notkun, tryggjum við að þær haldi virði sínu.

Aðgerðirnar sem við mælum með eru háðar einstökum eiginleikum og markmiðum hvers verkefnis, sem geta m.a. falist í að auðvelda endurnotkun, hámarka tæknikerfi, tryggja notkunarfjölbreytni eða aðrar sérsniðnar ráðstafanir. Þótt hvert verkefni sé mismunandi, er mikilvægi þess að hafa reynda ráðgjafa sem skilja flækjustig þessa sviðs ómetanlegt.