Vertu með okkur í að bæta daglegt líf!
Framtíðarráðgjafinn er sá sem vill ögra núverandi tæknilausnum, skilur sjálfbærni og sér mikilvægið í samvinnu. Saman byggjum við upp sameiginlega þekkingu og tryggjum að viðskiptavinurinn fái góða þjónustu.
Starfsferill hjá Norconsult býður upp á mörg tækifæri. Innan Norconsult er unnið í nær öllum fagsviðum ráðgjafar og möguleiki að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Hjá Norconsult hefur þú þann möguleika að vinna á mörgum skrifstofum og í mörgum löndum, enda er Norconsult fyrirtæki án landamæra.
Hjá Norconsult ertu með fleiri en 6.300 fróða og forvitna samstarfsmenn. Þú munt vinna með nýsköpun og sjálfbærni, læra af þeim bestu í greininni, hjálpa til við að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini okkar og þú færð að móta þinn eigin starfsferil. Á hverjum degi vinnum við saman að því að bæta daglegt líf og við vonum að þú viljir takir þátt í því.
Skrifstofan okkar í Kópavogi býður uppá góða staðsetningu miðsvæðis enda er Smárinn fljótt að verða miðpunktur höfuðborgarsvæðisins í hugum margra, þar sem stutt er í þjónustu og almenningssamgöngur.