three persons behind a table

Um Norconsult

Norconsult þróar samfélag framtíðarinnar með því að sameina verkfræði, arkitektúr og stafræna þekkingu. Starfsfólkið okkar, sem telur 6,300 starfsmenn, vinna á meira en 140 skrifstofum, aðallega á norðulöndunum og leysa þúsundir verkefna, stór og smá, fyrir einkaaðila og opinbera aðila á ári hverju. Á Íslandi starfa yfir 60 manns fyrir Norconsult samsteypuna innan verkfræði og arkitektúr.

Við bjóðum upp á þjónustu og sérfræðiþekkingu á sviðum eins og byggingum, samgöngum, framkvæmdaráðgjöf, endurnýjanlegri orku, vatns- og rafveitu, iðnaði, öryggi og umhverfi. Við höfum heildstæða nálgun sem byggir á staðbundri þekkingu og þverfaglegu samstarfi þvert á landamæri. Með nýsköpun leitum við stöðugt að sjálfbærum, hagkvæmum og samfélagslega góðum lausnum.

Hvernig vinnum við

Við deilum þekkingu og vinnum á skilvirkan hátt þvert á tæknileg, skipulagsleg og landfræðileg mörk. Í gegnum verkefnin okkar sýnum við þekkingu okkar og þau afrek sem við höfum unnið.

Metnaður okkar er að tryggja sameiginlegan skilning á markmiðum, áskorunum, framförum og árangri í öllum okkar verkefnum. Við verðum að hafa rétta sérfræðiþekkingu og nauðsynlega getu til að leysa áskoranir af hvaða stærð sem er. Góð verkefnastjórnun og samskipti í gegn gerir okkur kleift að ná frábærum árangri saman.

 

Hver erum við

Norconsult ehf varð til árið 2017, eftir að fyrirtækið ARA Engineering sameinaðist Norconsult AS. 

ARA Engineering var stofnað árið 2009 og var þá sérhæft í hönnun á raforkumannvirkjum. 

Kjarnasvið okkar á íslandi, hönnun háspennulína, raffræðileg greining flutningskerfa og greining-, og hönnun sjálfstýrisbúnaðar, samanstendur af reynslumiklum starfsmönnum og ungu hæfileikaríku starfsfólki sem hlakkar til að takast á við hin ýmsu verkefni sem leysa þarf á Norðurlöndum og víðar. Áralöng sérfræðiþekking starfsmanna okkar ásamt nýjungum sem fylgja ungu fólki, gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar hnitmiðaðar lausnir og ráðgjöf. Við leggjum áherslu á að vinna verkefnin í náinni samvinnu við viðskiptavini okkar með það fyrir augum að hámarka gæði og árangur.    

Stjórnendur Norconsult