Í dag er sólarorkan sá orkugjafi sem er í hröðustum nýtingarvexi í heiminum. Norðurlöndin búa yfir góðum sólarorkuauðlindum – sérstaklega á sumrin – og arðbær sólarorkukerfi eru í sífellt auknum mæli sett upp í allskonar byggingum.
Hvort sem um ræðir sólarrafhlöður sem eru uppsettar á framhlið skóla í Suður-Noregi, sólarorkuver með sauðfé á beit í landi, rafvæðingu þorpa í Afríku eða fljótandi sólarorkuver á vötnum, þá leggjum við áherslu á það sama í okkar verkefnum: árangursríka og hagkvæma sjálfbæra orkuframleiðslu í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar. Við erum með eitt stærsta og reyndasta fagsamfélagið á Norðurlöndum í innleiðingu á sólarorku og við aðstoðum viðskiptavini okkar við allt frá því að finna bestu svæðin fyrir þróun sólarorku og stuðning við leyfisveitingar og byggingarferli, og fram að því að tryggja að aðstaðan framleiði uppgefið afl út líftíma sinn.