Hydropower

Vatnsorka

Í næstum 100 ár hefur Norconsult verið í forustu við skipulagningu og uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa með áherslu á vatnsaflsvirkjanir og orkuflutning en erum núna einnig leiðandi ráðgjafar á sviði sólar- og vindorku.

Norconsult hefur tekið þátt í hönnun og eftirfylgni í fjölmörgum verkefnum tengdum vatnsafls-, vindorku- og hitaveituframleiðslu með tilheyrandi flutningsmannvirkjum. Þjónusta okkar tengd vatnsaflsvirkjunum hefur verið miðpunktur í sögu fyrirtækisins í næstum 100 ár.

Með þverfaglegri sérþekkingu okkar höfum við góða og víðtæka innsýn í allar tegundir áskorana og lausnir til orkuvinnslu úr vatnsafli. Þjónusta okkar spannar allt frá ráðgjöf á fyrstu stigum verkefnis og hagkvæmniathugana, innkaupaaðstoðar, nákvæmrar hönnunar, mat á umhverfisáhrifum, byggingarstjórnunar, kerfisprófana og gangsetningu, til rekstrarstigs með umhverfisvöktun, mælingum og greiningum.