EPCM

Verkefnastjórnun og EPCM

Norconsult er með leiðandi fagteymi til að framkvæma tæknilega flókin verkefni innan endurnýjanlegrar orku og iðnaðar. Við skiljum áskoranirnar í þessum verkefnum og höfum nauðsynlega sérfræðiþekkingu og reynslu til að tryggja árangursrík verkefni.

Í heimi hraðrar tækniþróunar og breyttra orkumarkaða skitptir sífelt meira máli að framkvæmd verkefna sé unnin innan fyrirfram samþykktra ramma á árangursríkan og fyrirsjáanlegan máta.

Við erum með reynslumikinn hóp sérfræðinga sem getur aðstoðað þig við að skilgreina, skipuleggja og fylgja eftir tæknilega flóknum verkefnum. Við notum heildræna nálgun þar sem náin aðkoma verkkaupa, ásamt sérþekkingu á tæknisviði og verkefnastjórnun, er mikilvæg til að ná árangri.

Norconsult er EPCM (Engineering, Procurement, and Construction Management) þjónustuaðili. Þetta þýðir að við tökum fulla ábyrgð á og mönnum öll hlutverk í verkefninu frá hönnunar- og skipulagsstigi til samningastefnu, innkaupa og verkstjórnar á byggingarstigi þar til verkefninu er lokið og afhent rekstraraðila.