Norconsult býr yfir mikilli tækniþekkingu á sviði raflína og háspennukerfa. Starfsmenn okkar búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á raflínum, köplum, spennum, háspennulokum og stjórn- og varnarbúnaði.
Við framkvæmum ítarlega verkfræðilega hönnun á öllum gerðum háspennulínumastra og undirstaða, staðsetjum (staursetjum) línuna í landslaginu og tilgreinum allan þann búnað sem þarf til að tryggja öruggan rekstur út líftíma línunnar.
Starfsmenn Norconsult sinna verkfræðihönnun fyrir háspennukapalkerfi í hvers kyns landslagi. Við höfum reynslu og sérfræðiþekkingu til að framkvæma áreiðanlega útreikninga fyrir uppbyggingu innan vindorku, iðnaðar eða í dreifi- og flutningskerfum
Norconsult getur þjónustað allar verkfræðigreinar og styður þig í gegnum alla verkliði fyrir hönnun spennistöðva. Við leggjum áherslu á að hanna bygginguna að virkni háspennukerfisins. Við höfum faglegan skilning t.a.m. á hönnunarviðmiðum 420 kV, 220 kV, 132 kV eða 22 kV háspennukerfa, spennubreyta, auk stjórn- og varnarbúnaðar. Allt tryggir þetta góða virkni, öruggan rekstur og samræmi við kröfur reglugerða tengdum orkuframkvæmdum.