Norconsult getur framkvæmt greiningar sem skipta gríðarlega miklu máli í ákvarðanatöku á öllum stigum verkefnaþróunar til að tryggja sjálfbærar lausnir ásamt því útbúa öll nauðsynleg gögn fyrir leyfisferlið.
Norconsult getur aðstoðað við skipulagningu á fyrstu stigum mögulegra vindorkuvera með því að nota vindlíkönin okkar til að áætla orkuframleiðsluna. Þetta gefur okkur góðan grunn til að halda áfram á næstu stigum í þróun verkefnisins. Jafnframt er Norconsult fært um að framkvæma nákvæmar vindmælingar í samræmi við alþjóðlega staðla sem hægt er að nota í ítarlegu mati á ætlaðari orkuframleiðslu. Við erum viðurkennd af fjölmörgum bönkum og fjármálastofnunum og höfum skilað fjölda skýrslna fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum og víðar.
Samhliða kortlagningu auðlinda aðstoðum við framkvæmdaraðila við raforkukerfisgreiningar, gerð tæknilegrar forhönnunar, mat á umhverfisáhrifum og leyfisumsóknir í samræmi við gildandi orkulög.
Norconsult er leiðandi í greiningu og kortlagningu á ísingu í vindorkuverum og þjónusta okkar hjálpar til við að draga úr óvissu í mati á afköstum vindorkuvera. Að auki framkvæmum við ítarlegar og háþróaðar áhættugreiningar fyrir ískast frá vindmyllum í samræmi við alþjóðlega staðla og leiðbeiningar, sem og staðbundnar kröfur. Við bjóðum einnig upp rekstrarviðvaranir fyrir hættu á ískasti til að tryggja almenna örugga notkun ásamt öryggi í notkun nærliggjandi svæða yfir vetrartímann.