VDC bætir samspil þáttakenda í verkefninu þar sem allir skuldbinda sig til sameiginlegra markmiða. Sem viðskiptavinur verður þú virkur þátttakandi í gegnsæju ferli þar sem þú tekur þátt í skipulagningu, sem og þeim áskorunum og fyrirhuguðum lausnum sem um ræðir hverju sinni. Verðmætasköpunin er stöðugt metin út frá markmiðum þínum fyrir t.a.m. notagildi, rekstur og sjálfbærni, auk verkefnamarkmiða eins og byggingarhæfi, kostnaður og öryggi.
Verkfæri, ferlar og aðferðafræði
Við notum byggingarupplýsingalíkön (BIM) við skipulagningu, upplýsingamiðlun og samskipti, sem og í ákvarðanatökuferlum. Integrated Concurrent Engineering (ICE) er markmiðsbundin fundaraðferðafræði sem ber framgang verkefnisins. Tilgangurinn er að stytta biðtíma, auka hraða ákvarðanatöku og ekki síst að finna hinar góðu þverfaglegu og byggingarhæfu lausnir snemma. Þessir fundir eru vel skipulagðir, með skýr markmið og vel undirbúna þátttakendur.
Vinnuferill VDC er kallaður Project Production Management. Þetta er safn aðferða til að skipuleggja og stjórna verkferlum í verkefninu, byggt á meginreglum LEAN aðferðarfræðinnar. Tæknin gerir okkur kleift að finna háða verkþætti og greina flöskuhálsa og gera þannig stöðugar umbætur á meðan á verkefninu stendur. Tæknin er grundvöllur að skipulagningu og framkvæmd ICE fundanna og fyrir viðvarandi eftirlit með markmiðunum.