Grunngildin okkar, LiVE, eru byggð á 11 meginreglum um forystu, gildi og siðferði. Þumalputtareglan okkar er sú að allt sem við gerum þurfi að þola skoðun almennings.
Allir okkar starfsmenn fara í gegnum árlega endurmenntun sem tekur á siðferðislegum spurningum sem gætu komið upp í tengslum við vinnuna okkar.
Samstæðan er með uppljóstrararás, þar sem allir okkar starfsmenn, sem og utanaðkomandi aðilar geta tilkynnt brot á siðareglum Norconsult. Árlegar starfsmannakannanir hafa sýnt að starfsmenn okkar eru vel meðvitaðir um þessa rás, þekki vel innihald siðareglanna og hvaða kröfur eru gerðar til starfsmansins.
Allir birgjar og viðskiptafélagar okkar þurfa að undirrita siðareglur samstæðunnar áður en gengið er til samninga. Í löndum þar sem mikil hætta er á spillingu, framkvæmir Norconsult kerfisbundna áreiðanleikakönnun á heilindum og siðferði gagnvart öllum samningsaðilum áður en samningar eru undirritaðir.
Tilkynningar um siðferðisbrot
Norconsult hefur sjálfstæða uppljóstrararás, Norconsult Speak Up, til að tilkynna áhyggjur, brot á lögum eða brot á siðferðisreglum Norconsult.
Uppljóstrararásinni er stjórnað af utanaðkomandi lögfræðingum og farið er með allar tilkynningar sem trúnaðarmál og verður farið í innri rannsókn á öllum tilkynningum sem berast.
Nafnleynd og gagnaöryggi
Norconsult metur friðhelgi einkalífsins og vinnsla gagna verður í samræmi við gildandi persónuverndarstefnu Norconsult á hverjum tíma