Framkvæmdareftirlit – Hringvegur (1) um Ölfusá

Við sinnum daglegu framkvæmdareftirliti fyrir Vegagerðina við eitt stærsta samgönguverkefni landsins, sem felur í sér 3,7 km nýja veglínu utan Selfoss, ný brúarmannvirki og undirgöng, þar á meðal 330 metra stagbrú yfir Ölfusá.

Verkefni

Hringvegur (1) um Ölfusá

Viðskiptavinur

Vegagerðin

Staðsetning

Ísland

Tímabil

2024 til 2028

Eftirlitið okkar nær yfir alla helstu verkþætti: eftirlit með steypu og stáli, meðal annars með framleiðslu stáls í Póllandi, ásamt eftirliti með vega- og jarðvinnuframkvæmdum. Við framkvæmum eftirlitsmælingar, meðal annars LiDAR-flug með dróna.

Öryggi og umhverfi eru rauður þráður í vinnubrögðum okkar: markmiðið er að engin slys verði. Þetta tryggjum við með reglubundnum öryggisskoðunum og sameiginlegum öryggisfundum með verktaka.

 

Tengd fagsvið