
Eftirlitið okkar nær yfir alla helstu verkþætti: eftirlit með steypu og stáli, meðal annars með framleiðslu stáls í Póllandi, ásamt eftirliti með vega- og jarðvinnuframkvæmdum. Við framkvæmum eftirlitsmælingar, meðal annars LiDAR-flug með dróna.
Öryggi og umhverfi eru rauður þráður í vinnubrögðum okkar: markmiðið er að engin slys verði. Þetta tryggjum við með reglubundnum öryggisskoðunum og sameiginlegum öryggisfundum með verktaka.