Officebuilding in front of trafic and road

Byggingar og fasteignir

Við veitum alhliða ráðgjafarþjónustu fyrir skipulagningu og hönnun bygginga- og fasteignaverkefna. Arkitektar og verkfræðingar okkar vinna þverfaglega, og útbúa gagnlegar og sjálfbærar byggingar sem gagnast þér og verkefninu þínu.

Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu

Hæfnisvið okkar nær yfir allskonar byggingar, t.d. einbýlishús, skrifstofu- og verslunarbyggingar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, skólabyggingar, íþróttamannvirki,
menningarbyggingar og flóknar byggingar sem hafa sérstakt hlutverk, eins og rannsóknar- og rannsóknarstofubyggingar, slökkvistöðvar, lögreglustöðvar, flug- og lestarstöðvar og byggingar fyrir iðnað og orkuframleiðslu.
Viðskiptavinir okkar eru opinberir aðilar, einkarekin byggingarfyrirtæki, fasteignaþróunarfyrirtæki og verktakar.

 

Fjölþætt nálgun skapar bestu útkomuna  


Hjá Norconsult höfum við sérfræðinga í öllum greinum sem eru leiðandi í sínum sviðum og markaðssvæðum.
Við erum vön að vinna þverfaglega og við bjóðum upp á allskonar þjónustu í skipulagningu, hönnun og þróun bygginga og fasteigna.

Hvort sem um er að ræða skipulagningu, eftirlit á verkstað, nýbyggingu, endurnýjun eða endurnotkun, tryggjum við að verkefni verði framkvæmd með lágmarks áhættu fyrir viðskiptavini okkar.

Sérfræðingar okkar í umhverfisskipulagi, arkitektúr og landslagshönnun miða að því að sjá hlutverk og form byggingarinnar innan þess borgarrýmis sem hún er hluti af. Borgarrými eru vettvangur fyrir samfélagsviðburði, fundarstaði og menningarviðburði, sem leggja sitt lið við að skapa líflegt og virkt menningarlíf í borginni.

Jarðtæknisérfræðingarnir okkar og burðarþolshönnuðir finna hagkvæmar lausnir sem eru útfærilegar í smíðum fyrir sökkla og burðarvirki. Sérfræðingarnir okkar vinna saman að því að tryggja sjálfbært orkuflæði og góð inniloftgæði með sem lægstri orkunotkun á líftíma byggingarinnar.

Sérfræðingar í brunahönnun, hljóðhönnun, byggingareðlisfræði og orkulausnum tryggja byggingar með góðri líðan, góðum inniloftgæðum og viðeigandi orkunotkun. 

Verkefnastjórar okkar tryggja að verkefni verði framkvæmd á skilvirkum hátt og samkvæmt skilgreindum gæðamarkmiðum með áherslu á framvindu og kostnaðarstjórnun.

  • Guðlaugur Guðmundsson

    Hönnuður / byggingar

  • Þórmundur Sigurjónsson

    Deildarstjóri eftirlits

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband