Stafræn væðing

Hjá okkur færðu góð ráð byggð á bestu starfsvenjum og tiltækri tækni. Með því að nota stafræna tækni og þekkingu hjálpum við þér að þróast, búa til snjöll samfélög og skila sjálfbærum verkefnum.

Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu

Hjá Norconsult höfum við áhuga á því hvernig fólk, tækni og ferlar vinna saman að því að skila bestu lausnunum. Við erum með nokkur mismunandi fagsvið sem vinna með stafræna væðingu sem tryggir skilvirka framkvæmd á um 20.000 árlegra verkefna okkar á því sviði. Við bjóðum einnig upp á upplýsingatæknilausnir frá Norconsult Digital, dótturfélagi okkar.

 

Hæfni og skipulag

Við stuðlum að endurmati og færniþróun þvert á verkefnin okkar. Við bjóðum upp á stefnumótandi ráðgjöf sem er aðlöguð að þörfum þínum og markmiðum. Við búum yfir reynslu og sérþekkingu í fremstu röð innan BIM og GIS og við vinnum ötullega að innleiðingu á þessari tækni til virðisauka fyrir öll okkar verkefni.

Áhrifarík upplýsingastjórnun

Góð upplýsingastjórnun er mikilvæg hvort sem unnið er að einföldum eða flóknum verkefnum. Við teljum að lykillinn liggi í samþættri og skipulögðum nálgun með notkun sértækrar tækni (BIM, GIS o.s.frv.) og ferlastjórnun í gegnum VDC ramma.

Það er okkur mikilvægt að hafa gott innleiðingarlíkan sem sér um þarfir þínar og markmið. Við tryggjum þetta með því að nýta bestu ferlistjórnunarreglur frá VDC fyrir stafrænar lausnir og ferla ásamt stöðugum umbótum og samvinnu. Við höfum mikla reynslu af innleiðingu reglna frá ISO 19650 (BIM).

Stafræn þjónusta

Stafræn umbreyting snýst um að breyta vinnubrögðum með því að tileinka sér stafræna tækni. Snjalltækni er mikilvæg fyrir okkur og við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir fyrir byggingar framtíðarinnar. Ásamt Norconsult Digital bjóðum við upp á leiðandi þjónustu og sérfræðiþekkingu í notkun VR og AR tækni, gervigreind, skönnun og drónatækni, kerfisþróun og innleiðingu, og stafrænu upplýsingaöryggi.

  • Þorgeir Hólm Ólafsson

    Framkvæmdastjóri

  • Thomas Fløien Angeltveit

    Deildarstjóri stafrænnar væðingar

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband