Stjórnkerfi, vottanir og aðrar skyldur

Norconsult vinnur að því alla daga að skila af sér gæðum í öllu sem við gerum, á sjálfbæran hátt. Við náum þessu með samræmdu stjórnunarkerfi, sem er vel skilgreint og leiðbeinandi fyrir alla aðila innan samstæðunnar.

man working on computer in office

Norconsult samstæðan

Stjórnunarkerfi samstæðurnar, NORMS (Norconsult Management System), sér til þess að fyrirtækið greini og komi í veg fyrir fyrir spillingu og annarskonar fjárhagsleg misræmi, og sé í samræmi við ytri kröfur og væntingar sem settar eru fram í helstu ytri reglugerðum og stýri áhættu með fullnægjandi hætti. Norconsult fylgir norskum siðareglum um stjórnarhætti (NUES), í þeim mæli sem er talið viðeigandi.

Stefna samstæðunnar um stjórnun fyrirtækja er hluti af stjórnunarkerfi Norconsult.

Samstæðan hefur sett sér stjórnunarreglur sem hafa með framkvæmd verkefna, innri stjórnun og hættumat að gera, og eru allar aðgengilegar á innraneti starfsmanna.

Stjórnin hefur alhliða ábyrgð á því að tryggja að stjórnunarkerfi hópsins sé skilvirkt og notendavænt.

Hvert dótturfyrirtæki er síðan ábyrgt fyrir því að koma á fót viðeigandi, skilvirkum og öruggum starfsháttum sem byggja á leiðbeiningum samstæðunnar. Þetta felur í sér að farið sé að siðareglum samstæðunnar og kröfum um rétt reikningsskil.

Fjöldi dótturfélaga samstæðunnar eins og Norconsult ehf. eru með stjórnunarkerfi sem eru ISO-vottuð í þeim tilgangi að uppfylla kröfur og væntingar á eigin mörkuðum.