Daglegt líf innan Norconsult

Á hverjum degi vinnum við að því að bæta hversdagsleikann. Til að ná árangri þurfum við góðan vinnustað, áhugasamt starfsfólk og fjölbreytt og spennandi verkefni.

three persons having a conversation

Það er sjaldan sem eitthvað eitt og sér skapar velgengni, heldur heildin af því sem við sköpum saman.

Samvinna við samstarfsmenn og viðskiptavini, snjallar lausnir og góðar ákvarðanir eru forsenda velgengni. Við verðum líka að tryggja að sjálfbærni og stafræn væðing sé miðpunktur í þeim verkefnum sem við tökum þátt í. Þegar tekst vel til í þessu tekst okkur líka að skapa ánægða viðskiptavini og vinnustað þar sem við getum vaxið og þróast saman í starfi.

  • Rúmlega 6,300 starfsmenn sem starfa á meira en 140 skrifstofum víðs vegar um Norðurlöndin og viðar. 
  • 85% af starfsfólki segir að þau fái krefjandi og spennandi áskoranir í sínu starfi. 
  • Yfir 30,000 verkefni unnin síðasta árið

Menning og vinnuumhverfi

Menning okkar er sterk og gildisvettvangurinn okkar, LiVE, er grunnurinn að daglegu lífi þínu hjá Norconsult. LiVE stendur fyrir leiðtogahæfni, virði og siðferði (e. Leadershipe, Value, Ethics) og samanstendur af einföldum reglum til að lifa og vinna eftir sem stuðla að því að efla þau viðhorf sem einkenna menningu okkar. LiVE mun hjálpa þér sem starfsmanni í ákvörðunartöku og lausn vandamála í daglegu starfi.

Árleg starfsmannakönnun okkar er mikilvæg fyrir þróun vinnuumhverfisins, þátttöku, hæfni, forystu og samvinnu okkar á milli. Þar færð þú sem starfsmaður nafnlaust tækifæri til að tjá skoðanir þínar og taka þátt í að hafa áhrif á vinnuumhverfið okkar.

Niðurstöður síðustu ára sýna að starfsmenn okkar eru stoltir af vinnustaðnum sínum og njóta sín í vinnunni. Níu af hverjum tíu samstarfsmönnum okkar myndu mæla með því að aðrir sæki um starf hjá okkur.

 

Þróun og tækifæri

Að eiga starfsferil snýst um að skapa sjálfum sér innihaldsríkt atvinnulíf. Við erum öll ólík, með mismunandi þarfir. Kannski ertu hvattur áfram af skýrum markmiðum, eða kannski vilt þú frekar starfsferil sem tekur þig óhefðbundnar leiðir? Viltu sérhæfa þig á einhverju ákveðnu sviði eða vinna með fjölbreytta þjónustu og viðfangsefni? Kannski hefur þú ástríðu fyrir stjórnun, eða kannski kýst þú frekar tæknilega vinnu? Burtséð frá óskum þínum, þörfum og metnaði munt þú hafa tækifæri til að hafa áhrif á þína starfsþróun og starfsferil hjá okkur.

Það er summan af þekkingu okkar, færni, viðhorfum og gildum sem mynda Norconsult. Sem ráðgjafi fer nám og starfsþróun fyrst og fremst fram í gegnum vinnu þína og reynslu úr verkefnum og samskiptum við samstarfsmenn, viðskiptavini og samstarfsaðila. Þessu til viðbótar er okkur mikilvægt að þú sem starfsmaður fáir faglega og persónulega endurgjöf á þeim verkefnum sem þú vinnur í.

 

Fjölbreytni

Hjá Norconsult eiga allir að hafa jöfn tækifæri og réttindi. Við virðum hvert annað, óháð kyni, kynhneigð, aldri, þjóðerni, getu og trú. Við vinnum markvisst að því að auka hlutdeild kvenna innan fyrirtækisins og höfum sett okkur markmið um að konur eigi a.m.k. 40 prósenta hlutdeild í Norconsult hópnum, bæði í almennum verkfræði- og stjórnendastöðum.

 

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sem leiðandi ráðgjafafyrirtæki erum við drifkraftur í grænu umskiptunum og sem starfsmaður Norconsult verður tekur þú þátt í þessu með okkur. Þátttaka og hæfni starfsmanna okkar gerir okkur kleift að taka ígrundaðar ákvarðanir sem stuðla að þróun góðs og sjálfbærs samfélags fyrir alla.

Áhrif okkar eru mest í verkefnunum okkar. Í samvinnu við viðskiptavini okkar veitum við stuðning í ákvarðanatöku og þróum sjálfbærar lausnir sem veita viðskiptavinum og samfélaginu virði sem stenst tímans tönn. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera góð í því sem við mælum með til viðskiptavina okkar og að taka ábyrgð á eigin áhrifum og draga úr okkar eigin losun.

Við höfum sterka samfélagslega ábyrgð sem nær út fyrir ráðgjafaþjónustu okkar - á staðnum, á landsvísu og á heimsvísu. Lestu meira um þetta hér.

 

Hvernig við vinnum

Til að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini okkar verðum við að skilja alla virðiskeðjuna frá sjónarhóli þeirra.

LiVE PRO hjálpar okkur að ná árangri í þessu. LiVE PRO samanstendur af einföldum, áþreifanlegum og skiljanlegum meginreglum og grundvallarforsendum sem stuðla að betri vinnuferlum, enn ánægðari viðskiptavinum og enn betri frammistöðu fyrir alla sem koma að verkefnunum okkar. Þar sem LiVE einkennir menningu okkar og LiVE PRO einkennir hvernig við vinnum.

LiVE PRO gefur þér sem starfsmanni einfaldar og skiljanlegar reglur sem og grunnskilyrði fyrir því hvernig við eigum öll að vinna, svo við getum leyst verkefnin okkar á sem bestan hátt.