Einmitt vegna þess að við viljum að þú getir fljótt lagt þitt af mörkum til mikilvægra verkefna leitum við að samstarfsfólki sem getur fljótt tileinkað sér nýja þekkingu, sem þorir að spyrja spurninga og nýtur þess að bera ábyrgð. Með yfir 6.300 samstarfsfélaga ertu samt aldrei einn og þú munt fá góðan stuðning frá starfsfóki og stjórnendum.
Okkur er umhugað um að þú dafnir sem ráðgjafi - hvort sem það er í verkefnum, innan ákveðins fagsviðs eða markaðar.
Hverju leitum við eftir hjá nýjum vinnufélaga?
Við leitum að einstakling sem er áhugasamur og tekur ábyrgð. Hefur þú áður verið í spennandi starf eða stöðu? Eða hefur þú kannski búið til eða skipulagt eitthvað spennandi og hefur þannig öðlast reynslu og fengið góð meðmæli utan námsins.
Er Norconsult þinn framtíðar vinnustaður? Góð samskipti og samvinna milli vinnuveitanda og starfsmanns er lykilinn að árangri okkar beggja. Við viljum skilja áhuga þinn á okkur og því sem við gerum. Til að komast að því hvort Norconsult er rétti vinnustaðurinn fyrir þig skaltu skoða hver við erum og hvað við gerum.
Einkunnir geta sagt nokkuð um þína þekkingu og skilning en þær einar og sér ráða því ekki hvort þú færð vinnu hjá okkur. Við erum þekkingarfyrirtæki og gerum miklar kröfur en ný vinnubrögð gera það að verkum að einnig er lögð áhersla á aðra þætti, svo sem samskipta- og samstarfshæfni og þekking á stafrænum lausnum.
Sigurbjorn Bardarson
Structural engineer