150kV Mesballe - Trige, endurbygging háspennulínu í Danmörku

Farið var í endurbyggingu á burðarvirki allra mastra í 150KV Mesballe - Trige og tryggt að allt burðarvirki uppfylli núgildandi kröfur og staðla. Farið yfir undirstöður og styrkingar hannaðar þar sem þurfti.

Verkefni

150kV Mesballe - Trige

Viðskiptavinur

Energinet

Staðsetning

Danmörk

Tímabil

2019 til 2021

Flutningskerfin í mörgum löndum er á mörgum stöðum komin til ára sinna. Hvort sem það er verið að straumhækka, eða spennuhækka, þá þarf að ákveða hvað skal gera, hvort taka eigi línu úr notkun, eða fara í viðhald á mannvirkjum til að halda rekstri gangandi.

Í þessu tilfelli var farið í að skipta út öllum möstrum fyrir ný möstur. Í leiðinni var flutningsgeta línunnar aukin umtalsvert. Fyrir vikið þurfti að endurhanna burðarvirki línunnar til að uppfylla kröfur dagsins í dag án þess að breyta útliti mastrana að neinu ráði. Eldri lína var orðin 70 ára gömul.

Norconsult sá um alla hönnun á möstrum og styrkingar á undirstöðum, ásamt gerð útboðsgögn fyrir smíði og eftirlit með framleiðslu.

 

 

Tengd fagsvið